- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orðrómur staðfestur, 20 marka sigur, stórtap, fleiri hætta við HM

Emil Jakobsen th. ásamt forráðamanni Flensburg þegar samningurinn var undirritaður í gær. Mynd/Flensburg-Handewitt.
- Auglýsing -
  • Í gær var staðfestur orðrómur undanfarinnar viku að danski hornamaðurinn Emil Jakobsen, samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG í Danmörku, gengur til liðs við Flensburg á næsta keppnistímabili. Jakobsen, sem er 22 ára gamall og hefur farið á kostum á leiktíðinni, kemur í stað Norðmannsins Magnus Jöndal sem ætlar að flytja heim til Noregs næsta sumar og hætta að stunda handknattleik að atvinnu.  Samningur Jakobsen við Flensburg er til þriggja ára. 
  • Aron Pálmarsson skoraði eitt mark þegar Barcelona vann Huesca, 39:19, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Staðan var 22:8 í hálfleik.  Þetta var sextándi sigur Barcelona í deildinni og er liðið lang efst sem fyrr. Frakkinn Ludovic Fabregas og Slóveninn Jure Dolenec voru markahæstir hjá Barcelona með fimm mörk hvor. 
  • Daníel Freyr Andrésson og samherjar í Guif frá Eskilstuna náðu sér satt að segja ekki á strik á heimavelli í gær þegar þeir tóku á móti Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Gestirnir réðu lögum og lofum í leiknum og unnu með 14 marka mun, 36:22. Daníel Freyr varði 7 skot, var með 23% hlutfallsmarkvörslu.
  • Guif situr í 11. sæti deildarinnar en Sävehof er komið upp í það fimmta. 
  • Það fjölgar sífellt í hópi þeirra handknattleiksmanna sem gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið sem tekur þátt í HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Í gær bættust Hendrik Pekeler, Finn Lemke og Steffen Weinhold í hóp þeirra sem ætla ekki að vera með.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -