- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri Freyr, Berta Rut, Grétar Ari, Elín Jóna, Arnar Birkir, Baijens, Kári

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk í stórsigri Sporting Lissabon á Vitória, 38:20, á útivelli í gær í 9. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Sporting er sem fyrr efst með 27 stig eftir níu leiki, fjórum stigum á undan Porto sem á leik inni sem fram fer í dag. 
  • Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar, Kristianstad, tapaði fyrir Höörs HK H 65, 25:21, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld. Þetta var fyrsta tap Kristianstad á leiktíðinni. Liðið er í þriðja sæti með átta stig eftir fimm leiki. Skuru og Sävehof eru stigi fyrir ofan. 
  • Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Sélestat unnu Angers, 31:28, á heimavelli í 2. deild franska handknattleiksins í gærkvöld. Grétar Ari var í marki Sélestat í 44 mínútur og varði á þeim tíma fjögur skot, 16,6%. Sélestat er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig að loknum fjögur leikjum. Tremblay og Pontault eru efst og jöfn með 14 stig hvort. 
  • Ekkert lið stöðvar Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og samherja hennar í EH Aalborg um þessar mundir. Í gær vann EH Aalborg liðsmenn Hadsten, 29:27, í næst efstu deild danska handknattleiksins. Leikið var á heimavelli Hadsten. EH Aalborg er efst með 10 stig að loknum fimm umferðum. Holstebro er næst á eftir með átta stig og leik inni á Álaborgarliðið.  Hadsten er þar á eftir með sjö stig. 
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk og var markhæstur í þriðja tapleik Amo í röð í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Amo beið lægri hlut á heimavelli fyrir Guif, 32:31. Amo situr í sjötta sæti deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki. Sävehof og Hammarby eru efst með 10 stig hvort. 
  • Hollenski handknattleiksmaðurinn Dani Baijens hefur samið við franska meistaraliðið PSG. Samningurinn tekur gildi sumarið 2024 þegar Baijens verður laus undan samningi við HSV Hamburg að lokinni tveggja ára veru. Baijens getur leikið jafnt á miðjunni og sem skytta vinstra megin. Fyrir hjá PSG er landi hans Luc Steins. 
  • Kári Garðarsson er hættur störfum hjá Gróttu en hann hefur síðustu árin verið framkvæmdastjóri félagsins. Kári var um árabil einnig þjálfari hjá handknattleikdeild Gróttu samhliða störfum á skrifstofu félagsins. Grótta varð Íslandsmeistari kvenna tvö ár í röð, 2015 og 2016, undir stjórn Kára og bikarmeistari 2016. Eru það einu Íslandsmeistaratitlarnir sem félagið hefur unnið í meistaraflokki í boltaíþrótt. Ekki kemur fram tilkynningu Kára á Facebook hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -