- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Haukur, Ólafur, Dagur, Þorgils, Döhler, Elvar, Ágúst, Halldór, Arnór

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson og liðsmenn Sporting frá Lissabon tryggðu sér sæti í undanúrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í gær. Sporting vann Madeira SAD, 36:31, á Madeira. Leikurinn átti að fara fram á síðasta laugardag en var frestað vegna þess að vegna veðurs var ekki hægt að lenda flugvél á Madeira. Nú gekk allt að óskum, innan vallar sem utan, hjá Orra Frey og félögum sem ekki hafa tapað leik á keppnistímabilinu heimafyrir. Auk þess er Sporting komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.
  • Haukur Þrastarson og samherjar í pólska meistaraliðinu Industria Kielce komust í undanúrslit bikarkeppninnar í gær með öruggum sigri á Gwardia Opole, 36:22, á heimavelli. Fátt segir af leiknum að öðru leyti.
  • HF Karlskrona vann VästeråsIrsta HF í gær í þriðja sinn í umspili um sæti í sænsku úvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þriðja viðureignin lauk með þriggja marka sigri, 29:26. Ólafur Andrés Guðmunsdsson skoraði þrjú mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði í tvígang. Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði ekki að þessu sinni enda mest nýttur í vörninni. Phil Döhler varði 11 skot þann tíma sem hann stóð í marki Karlskrona, 35,5%.
  • Ribe-Esbjerg er komið á blað í sínum riðli í keppninni um danska meistaratitilinn. Liðið vann Bjerringbro/Silkeborg, 35:34, í Silkeborg í gærkvöld. Markus Mørk skoraði sigurmarkið þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum. Niklas Kraft markvörður Ribe-Esbjerg var vel á verði og varði í síðustu sókn Bjerringbro/Silkeborgsliðsins.
  • Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg og átti 8 stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot á þeim skamma tíma sem hann var í marki Ribe-Esbjerg. Hafnfirðingurinn skoraði eitt mark sem sannarlega reyndist mikilvægt þegar upp var staðið.
  • Illa gengur hjá íslensku þjálfurunum sem eru við stjórnvölin hjá Nordsjælland og TTH Holstebro í keppni liðanna í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar um að forðast umspilsleiki við lið úr næst efstu deild. Halldór Jóhann Sigfússon og liðsmenn hans í Nordsjælland töpuðu í hörkuleik fyrir SønderjyskE, 26:25, á útivelli og eru í næst neðsta sæti í fimm liða riðli liðanna úr neðri hlutanum með tvö stig.
  • Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro töpuðu með fjögurra marka mun fyrir Skanderborg AGF, 32:28, á heimavelli í gær. Holstebro er neðst með eitt stig að loknum þremur leikjum. Nordsjælland er með tvÖ stig en á tvo leiki eftir.

Staðan – leikin er einföld umferð:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -