- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Stiven, Haukur, Bjarni, Ólafur, Sveinbjörn, Bjarki, Guðjón

Orri Freyr Þorkelsson varð í kvöld meistari með Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting Lissabon undirstrikuðu yfirburði sína í portúgölsku 1. deildinni í gær þegar þeir unnu meistara síðasta árs, Porto, 35:32, á heimavelli. Sporting er deildarmeistari með fullu húsi stiga. Liðið vann allar 22 viðureignir sínar í deildinni. Benfica og Porto er nokkuð á eftir í öðru og þriðja sæti. ABC de Braga er fjórða sæti. Porto á einn leik eftir og getur með sigri krækt í annað sætið.
  • Orri Freyr skoraði þrjú mörk í þremur skotum í leiknum í gær en hann hefur leikið afar vel með liðinu á tímabilinu, jafnt í deildinni heimafyrir og í Evrópudeildinni þar sem liðið er komið í átta liða úrslit.
  • Stiven Tobar Valencia og samherjar hans í Benfica gerðu jafntefli við Madeira SAD, 34:34, á Madeira í gær. Benfica er í öðru sæti deildarinnar sem stendur. Enginn asi er á Madeirabúum við að skrá tölfræði leiksins inn í gagnagrunn deildarkeppninnar í Portúgal. Þar af leiðandi lá ekki fyrir í morgun hversu mörg mörk Stiven skoraði í leiknum á eyjunni fögru.
  • Haukur Þrastarson átti prýðilegan leik með Industria Kielce í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann skoraði m.a. sex mörk þegar liðið vann Zepter KPR Legionowo, 31:23, á útivelli. Eftir sigur Kielce á Wisla Plock á dögunum er liðið í efsta sæti með 72 stig eftir 25 umferðir.
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar GWD Minden vann góðan sigur á TuS N-Lübbecke, 31:25, í grannliðaslag í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir GWD Minden en var einu sinni vikið af leikvelli enda aðsópsmikill í varnarleiknum. Minden-liðið er eftir sem áður í 16. sæti af 18.
  • EHV Aue sem Ólafur Stefánsson þjálfar tapaði fyrir efsta liði 2. deildar þýska handknattleiksins, Vfl Potsdam, í gærkvöld, 40:28. Sveinbjörn Pétursson lék verulegan hluta leiksins í marki EHV Aue og varði sex skot, 22%. EHV Aue rekur lestina í deildinni.
  • Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
  • Bjarki Már Elísson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir Telekom Veszprém í gær þegar liðið vann Dabas KC, 40:32, í ungversku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var 19. sigur Telekom Veszprém í deildinni í vetur. Liðið er lang efst og á deildarmeistaratitilinn nær því vísan.
  • Guðjón L. Sigurðsson var eftirlitsmaður á síðari leik Vipers og DVSC Schaeffler í Kristjánsandi í Noregi í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í handknattleik í gær. Viðureignin var æsispennandi og vafalaust var í mörg horn að líta hjá Guðjóni. Jafntefli varð niðurstaðan, 27:27. Evrópumeistarar síðustu þriggja ára, Vipers, sluppu þar með í átta liða úrslit samanlagt, 56:55, eftir eins marks sigur í Ungverjalandi í fyrri viðureigninni. Þrír leikir fara fram í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar í dag.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -