- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óskar, Myrhol og Portner sem er látinn

Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen. Mynd/Drammen
- Auglýsing -
  • Óskar Ólafsson skoraði fimm mörk og Viktor Petersen Norberg fjögur þegar lið þeirra Drammen tapaði fyrst leik sínum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á tímabilinu, 27:24, í heimsókn sinni í Haslum í gærkvöld. Staðan var jöfn, 23:23, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. 
  • Drammen er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Meistarar Elverum slá ekkert af. Þeir eru efstir með 10 stig og eiga einnig fimm leiki að baki. 
  • Norski landsliðsmaðurinn Bjarte Myrhol leikur ekki með danska liðinu Skjern fyrr en á næsta ári. Hann gekkst undir aðgerð á hægri öxl í vikunni eftir að hafa meiðst  í æfingaleik í sumar. Vonast var til í fyrstu að hægt yrði að komast hjá aðgerð en annað kom á daginn. Myrhol vonast til að verða klár í slaginn þegar norska landsliðið tekur þátt í HM í Egyptalandi í janúar. 
  • Einn þekktasti handknattleiksmaður Evrópu á níunda áratug síðustu aldar, Zlatko Portner, er látinn 58 ára gamall. Portner lék í sjö ár með hinu goðsagnakennda júgóslavneska félagsliði, Metaloplastika Šabac, frá 1982 til 1989. Þaðan fór Portner til Barcelona og lék með Katalóníuliðinu í þrjú ár. Alls var hann þrisvar í sigurliði í Evrópukeppni meistaraliða, forvera Meistaradeildar Evrópu, tvisvar sem liðsmaður Metaloplastika og einu sinni með Barcelona.
  • Portner var í sigurliði Júgóslava á heimsmeistaramótinu 1986 og bronsverðlaunaliðinu á Ólympíuleikunum tveimur árum síðar. Eftir að Portner hætti að leika með Barcelona var hann í herbúðum franskra og svissneskra liða allt þar til hann hætti og lagði skóna á hillina 2002. Portner bjó í Sviss síðasta aldarfjórðung ævi sinnar.
  • Sonur Zlatko Portner, Nikola Portner er landsliðsmarkvörður Sviss og var í sigurliði Montpellier í Meistaradeild Evrópu 2018.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -