- Auglýsing -
- Rasmus Overby þjálfari Skara HF, sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með, var valinn þjálfari keppnistímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Overby tók við þjálfun Skara í desember og síðan hefur liðið verið á sigurbraut, leikið 20 leiki og unnið 19.
- Fyrsti úrslitaleikur Skara HF og IK Sävehof um sænska meistaratitilinn í handknattleik kvenna fer fram í kvöld.
- Norski landsliðsmaðurinn Christian O’Sullivan hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýsku meistarana SC Magdeburg. O’Sullivan er frá keppni um þessar mundir vegna meiðsla. Hann hefur verið fyrirliði liðsins síðustu árin.
- Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Tess Wester ætla að leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar aðeins 31 árs. West sagði í sjónvarpsviðtali í Hollandi um helgina að hún væri tilneydd að taka þessa ákvörðun vegna fjölda höfuðhögga sem hún hefur orðið fyrir á ferlinum. Höggin eru farin að hafa áhrif á heilsu hennar.
- Þýski landsliðsmaðurinn Sebastian Heymann tekur ekki þátt í fleiri leikjum á leiktíðinni. Hann meiddist á olnboga og þarf að gangast undir aðgerði. Heymann hefur verið talsvert frá keppni í vetur vegna meiðsla og ekki skorað mark fyrir Rhein-Neckar Löwen síðan í 13. umferð þýsku 1. deildarinnar.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -