- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Reynir, Kristján, Elías, Tryggvi, Ólafur, Dagur, Döhler, Viggó

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Reynir Stefánsson varaformaður HSÍ hefur verið setttur eftirlitsmaður á viðureign Ikast og SCM Ramnicu Valcea í síðustu umferð B-riðils Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Leikurinn verður í Ikast á Jótlandi. Bæði lið eru komin áfram í átta liða úrslit. Rúmenska liðið SCM Ramnicu Valcea hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og Ikast er öruggt með annað sætið.
  • Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á viðureign Fredrikstad Bkl. og Paris 92 í sjöttu og síðustu umferð D-riðils Evrópudeildar kvenna í handknattleik á morgun. Leikurinn fer fram í Noregi. Elías Már Halldórsson er þjálfari Fredrikstad Bkl sem enn á möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Til þess þarf liðið að vinna leikinn við Paris en um leið verður spænska liðið Super Amara Bera Bera að tapa fyrir Bensheim/Auerbach.
  • Tryggvi Þórisson og félagar í IK Sävehof unnu Skövde, 30:26, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gærkvöld. Tryggvi lék með í vörninni en kom lítið við í sókninni og skoraði ekki mark að þessu sinni. Færeyingurinn Óli Mittún var allt í öllu hjá Sävehof og skoraði 11 mörk í 13 skotum.
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk í þremur skotum þegar HF Karlskrona þegar liðið tapaði með fimm marka mun fyrir Hammarby á heimavelli, 28:23. Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Karlskrona að þessu sinni. Phil Döhler fyrrverandi markvörður FH, varði sjö skot, 30%, í marki Karlskrona.
  • Þrátt fyrir tapið er Karlskrona áfram í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 21 leik, er sex stigum á eftir Ystads IF sem er efst og á auk þess tvo leiki til góða. IFK Kristianstad, Sävehof og Malmö eru einu stigi á eftir Karlskrona. Hammarby er í sjötta sæti með 24 stig.
  • Viggó Kristjánsson er ennþá úr leik vegna hnémeiðsla og var þar af leiðandi ekki með HC Erlangen í gærkvöld þegar liðið sótti THW Kiel heim og tapaði 24:22. Eric Johansson var markahæstur hjá Kiel með átta mörk. Emil Madsen var næstur með sex mörk. Christopher Bissel skoraði sjö mörk fyrir HC Erlangen er áfram næst neðst í deildinni. THW Kiel færðist upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.
  • Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -