- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sagosen, Frade, Pascual, Buricea, Gomes, Heinevetter, Grøndahl

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen t.h. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen hefur skrifað undir nýjan samning við norska meistaraliðið Kolstad. Samningurinn gildir til ársins 2027. Sagosen kom til félagsins á síðasta sumri, rétt áður en gert var opinbert að félagið ætti í nokkrum fjárhagskröggum og leikmenn yrðu að taka á sig allt að 30% lækkun launa næsta árið.
  • Svo virðist sem nú ári betur hjá Kolstad sem var norskur meistari, bikarmeistari síðasta vor auk þess að vinna úrslitakeppnina með glæsibrag. Kolstad hefur gert það gott í Meistaradeild Evrópu í vetur og er efst í úrvalsdeildinni á heimavígstöðvum. Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson er fyrirliði Kolstad. 
  • Spænski handknattleiksþjálfarin Xavi Pascual sem þjálfaði Barcelona með stórkostlegum árangri um árabil hefur verið sagt upp starfi þjálfara rúmenska karlalandsliðsins. Rúmenar töpuðu þremur leikjum sínum í riðlakeppni EM í Þýskalandi og heltust þar með úr lestinni. Það þótti óviðunandi og var Pascual sagt upp í kjölfarið. George Buricea þjálfari CSM Constanta tekur við af Pascual. Buricea hefur náð athyglisverðum árangri með Constantaliðið sem m.a. er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í karlaflokki.
  • Portúgalski handknattleiksmaðurinn André Gomes hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning við Dinamo Búkarest sem ofangreindur Pascual þjálfar. Aðeins er mánuður liðinn síðan Gomes losnaði undan samningi við Al Safa í Sádi Arabíu. Hann staldraði stutt við í Sádi þótt samningurinn sem gerður var á síðasta sumri væri til lengri tíma. Áður en Gomes fór til Sádi Arabíu var hann leikmaður MT Melsungen í tvö ár. 
  • Portúgalski línumaðurinn Luis Frade hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2026. 
  • Þýski handknattleiksmarkvörðurinn Silvio Heinevetter hefur ákveðið að yfirgefa Stuttgart í lok leiktíðar í vor. Hann kom til félagsins sumarið 2022 frá MT Melsungen. Heinevetter er þrautreyndur markvörður sem hefur oft átt sæti í þýska landsliðinu. 
  • Norski landsliðsmaðurinn Tobias Grøndahl hefur ákveðið að ganga til liðs við danska meistaraliðið GOG í sumar eftir tveggja ára veru hjá Elverum í heimalandi sínu. Grøndahl var einnig undir smásjá Flensburg í Þýskalandi en miðjumaðurinn efnilegi valdi frekar að ganga til GOG.
  • Franski handknattleiksmaðurinn Benoit Kounkoud sem handtekinn var á næturklúbbi í París aðfaranótt síðasta þriðjudags hefur verið tekinn út úr leikmannahópi pólska meistaraliðsins Industria Kielce meðan mál hans er á borði lögreglu í París. Kounkoud, sem var einn leikmanna sigurliðs Frakka á Evrópumótinu á síðasta sunnudag, var handtekinn eftir að kona sakaði hann um tilraun til nauðgunar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -