- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Steinn, Birta, Andrea, Aron, Svíar styrkjast fyrir úrslitaleik, Mahé, Brassar, Heinevetter

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Aalborg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -
 • Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítakasti, þegar lið hennar, EH Aalborg tapaði naumlega á heimavelli fyrir Bjerringbro í gær í 1. deild danska handboltans. Leikmenn Bjerringbro tryggðu sér sigurinn með marki úr vítakasti þegar níu sekúndur voru til leiksloka. EH Aalborg er í fjórða sæti með 18 stig eftir 14 leiki, er fimm stigum og einum leik á eftir Bjerringbro sem situr í fjórða sæti.
 • Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar, Skanderborg, steinlá á heimavelli fyrir Silkeborg, 34:22, í úrvalsdeildinni í Danmörku. Skanderborg er í 10. sæti af 14 liðum deildarinnar.
 • Birta Rún Grétarsdóttir skoraði eitt mark úr vítakasti fyrir Oppsal er liðið tapaði á útivelli fyrir Romerike Ravens frá Lilleström, 29:19, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Birta og samherjar voru marki undir að loknum fyrri hálfleik, 11:10. Oppsal er í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar. Fresta varð nokkrum leikjum í úrvalsdeildinni í gær.
 • Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu þegar Kristianstad tapaði fyrir Skuru IK í sænsku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld, 31:20. Leikið var á heimavelli Skuru IK. Kristianstad er 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með átta stig. Skuru er í öðru sæti með 22 stig eins og Sävehof.
 • Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, leikur til úrslita á Asíumótinu í handknattleik karla á morgun. Bareinar unnu Sádi Araba, 29:20, í undanúrslitum í gær. Katar leikur til úrslita við Barein eftir 15 marka sigur á Íran, 34:19, í hinni viðureign undanúrslitanna í gær.
 • Niclas Ekberg, Hampus Wanne og Felix Claar koma inn í sænska landsliðið í handknattleik fyrir úrslitaleikinn við Spán um Evrópumeistaratitilinn í handknattleik karla MVM Dome í Búdapest í dag. Þeir hafa verið í einangrun síðustu daga vegna smita kórónuveiru. Claar var markahæsti leikmaður sænska landsliðsins þegar hann veiktist.
 • Franski miðjumaðurinn Kentin Mahé er einnig laus úr einangrun og verður gjaldgengur með liði Frakka gegn Dönum í leiknum um 3. sætið á EM sem hefst klukkan 14.30 og verður sýndur á RÚV2.
 • Tuttugu ár eru liðin síðan sænska landsliðið lék síðast til úrslita á Evrópumóti í handknattleik karla. Svíar unnu síðast til verðlauna á Evrópumóti í karlaflokki fyrir fjórum árum er þeir lögðu Dani, 35:34, í framlengdum leik um bronsverðlaunin. Kristján Andrésson var þá þjálfari sænska landsliðsins.
 • Spánverjar unnu Evrópumeistaratitilinn 2018 og 2020 og geta í dag unnið í þriðja sinn í röð.
 • Brasilía varð í gærkvöld meistari í Suður- og Mið Ameríku í handknattleik karla. Brasilíumenn unnu Argentínumenn, 20:17, í úrslitaleik. Rangel da Rosa, markvörður brasilíska liðsins, fór á kostum í úrslitaleiknum. Chile vann Úrúgvæ, 29:21, í leiknum um þriðja sætið. Brasilía, Argentína, Chile og Úrúgvæ taka öll þátt í HM á næsta ári.
 • Silvio Heinevetter yfirgefur Melsungen í sumar og gengur til liðs við Stuttgart eftir því sem hanball-leaks greinir frá en síðan sú hittir oft naglann á höfuðið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -