- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigur hjá Ágústi, skór á hillu, nei við strandhandbolta, erfitt símtal

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins og KIF Kolding í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar í KIF Kolding unnu Mors Thy, 28:27, á heimavelli í gærkvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ágúst Elí var hluta leiksins í marki Kolding og varði eitt af átta skotum sem á hann komu. Kolding var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Með sigrinum komst Kolding upp í 6. sæti, hefur 17 stig að loknum 16 leikjum. 
  • Norski hornamaðurinn Magnus Jøndal mun hafa í hyggju að leggja handboltaskóna á hilluna í sumar þegar keppnistímabilinu lýkur. Jøndal hefur síðustu ár leikið með Flensburg auk þess að vera mikilvægur hlekkur í sterku norsku landsliði. Vegna þessa hafa forráðamenn Flensburg danska ungstirnið Emil Jacobsen í sigtinu. Jacobsen hefur leikið afar vel á leiktíðinni með GOG.
  • Ekkert verður af því að strandhandbolti verði á dagskrá Ólympíuleikanna í París árið 2024 eins og vonir stóðu til. Alþjóða Ólympíunefndin hefur ákveðið að ekki verði bætt við nýjum keppnisgreinum á leikana. 
  • Þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek viðurkennir að hann hafi þurft að telja í sig kjark áður en hann sló á þráðinn til Alfreðs Gíslasonar landsliðsþjálfara til að segja honum að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið á HM í Egyptalandi. Wiencek lék árum saman undir stjórn Alfreðs hjá Kiel. „Ég ber takmarkalausa virðingu fyrir Alfreð og átti erfitt með að segja honum frá þessari ákvörðun minni,” hafa þýskir fjölmiðlar eftir Wiencek.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -