- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi, Dagur, Hafþór, Hannes, reiðir Norðmenn, úrslitaleikir

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark þegar Kolstad treysti stöðu sína í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með öruggum sigri á ØIF Arendal, 34:28, í Sør Amfi í Arendal. Kolstad var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:12.
  • Dagur Gautason skoraði fimm mörk fyrir ØIF Arendal í leiknum en Hafþór Már Vignisson komst ekki á blað. Kolstad er efst með 25 stig eftir 14 leiki, er tveimur stigum á undan Elverum. ØIF Arendal er fjórum stigum á eftir Kolstad og hefur auk þess leikið einum leik fleira. Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni er að finna hér.
  • Hannes Jón Jónsson og lærisveinar í Alpla Hard unnu Hollabrunn, 34:30, á útivelli í 1. deild austurríska handknattleiksins í gær. Hard er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Handball Tirol.
  • Norskir fjölmiðlar hafa farið mikinn vegna þess að Althea Reinhardt, markvörður danska landsliðsins en ekki Henny Reistad var valin besti leikmaður undanúrslitaleik Dana og Norðmanna á föstudaginn. Hefur m.a. verið talað um að um eitt mesta hneyksli handboltasögunnar og stóru orðin síst spöruð.
  • Talsmaður IHF (Alþjóða handknattleikssambandið) sagði að áhorfendur leikja heimsmeistaramótsins kjósi besta leikmann hvers leiks í gegnum app mótsins. Hvort sem mönnum líkaði betur eða verr við niðurstöðuna hafi verið ákveðið frá upphafi að halda sig við niðurstöðu kosningar áhorfenda.
  • Úrslitaleikur HM hefst klukkan 18 í dag og mætast Frakkland og Noregur eins og á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Noregur vann þá með sjö marka mun, 29:22, eftir að hafa yfirspilað franska landsliðið framan af. Leikurinn verður sýndur á RÚV2.
  • Danir og Svíar leika um bronsverðlaunin á HM. Leikurinn byrjar klukkan 15 og verður sýndur á RÚV eins og úrslitaleikurinn. Danir hrepptu bronsverðlaun á HM fyrir tveimur árum eftir sigur á gestgjöfum Spánar, 35:28.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -