- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sinnaskipti Lazarovs, 20 sigurleikir, nýr lærisveinn til Guðmundar, verður kannski að hætta

Kiril Lazarov sækir að vörn landsliðs Sviss í Skopje í gær. Hann virðist ekki vera af baki dottinn. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Hermt var víða á netinu í gærkvöld að Kiril Lazarov hafi skipt um skoðun og ætli sér að leika eitt keppnistímabil í viðbót með franska liðinu Nantes. Lazarov lýsti því yfir síðasta sumar að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor. Hann verður 41 árs á þessu ári og var í byrjun árs ráðinn landsliðsþjálfari Norður-Makedóníu samhliða því að leika með landsliðinu og Nantes. Talið er að Nantes og Lazarov greini frá sinnaskiptum þess síðarnefnda í dag.
  • Þýska landsliðið í handknattleik karla undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann í gær sinn 20. leik í röð í undankeppni EM. Landsliðið er taplaust í undankeppninni frá árinu 2015. Þjóðverjar unnu Eistlendinga í gær, 35:20, í Stuttgart.
  • Þýska handknattleiksliðið MT Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar hefur samið við króatíska landsliðsmanninn Ivan Martinovic. Hann kemur til Melsungen frá Hannover-Burgdorf í sumar á tveggja ára samningi.
  • Hollenska handknattleikskonan Jessy Kramer segir að hugsanlega verði hún að leggja handknattleiksskóna á hilluna fljótlega. Kramer var í sigurliði Hollands á HM í Japan í árslok 2019. Hún þjáist af slitgitgt auk þess sem þrálát meiðsli í hné hafa bætt gráu ofan á svart. Kramer er leikmaður Toulon í Frakklandi og er aðeins 31 árs gömul.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -