- Auglýsing -
- Ekkert verður af því að miðjumaðurinn Sebastian Skube gangi til liðs við PSG í Frakklandi. Skube segist hafa afþakkað tilboð PSG og tekið fjölskylduna umfram franska stórliðið sem leitar að manni sem getur hlaupið í skarðið fyrir Nikola Karabatic meðan hann er fjarri góðu gamni vegna slitins krossbands.
- Skube hefur leikið í sex ár með Bjerringbro/Silkeborg en samningur hans við félagið rennur út næsta vor. Skube segir að þegar öllu var á botninn hvolft hafi það ekki gengið að rífa fjölskylduna upp á miðjum vetri mitt í heimsfaraldri frá Danmörku og flytja til Parísar. Þess utan hafi hann ekki getað hugsað sér að búa einn í París mánuðum saman fjarri eiginkonu og börnum.
- Spænska landsliðskonan Alexandrina Cabral Barbosa leikur ekki með spænska landsliðinu á EM og í raun leikur hún ekki meira á keppnistímabilinu eftir að hafa slitið krossband í vinstra hné í leik með CSM Bucaresti gegn Krim í Meistaradeild Evrópu um síðustu helgi.
- Enn bætist í hóp handknattleiksmanna sem gagnrýnir að halda eigi til streitu heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í janúar. Steffen Weinhold, leikmaður Kiel og þýska landsliðsins, sagði í gær ekki átta sig á af hverju menn ætli að halda HM við þær aðstæður sem nú ríkja í heiminum.Weinhold segist ekki hafa gert upp hug sinn hvort hann þiggi sæti í þýska landsliðinu á HM standi honum það til boða.
- Auglýsing -