- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Stiven, Grétar, Hannes, Thomsen, Nielsen, Möller

Stiven Tobar Valencia landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Benfica í Portúgal. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Stiven Tobar Valencia skoraði fimm mörk í sex skotum þegar Benfica lagði Póvoa AC Bodegão á heimavelli í 14. umferð 1. deild portúgalska handknattleiksins í gær. Benfica situr sem fastast í þriðja sæti deildarinnar eftir sem áður. Sporting og Porto koma þar á eftir. Stöðuna í deildinni er að finna hér ásamt fleiri stöðutöflum í evrópskum handknattleik. 
  • Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í franska liðinu Sélestat töpuðu óvænt á heimavelli í gær fyrir Billére, 36:30, í næst efstu deild. Þetta var aðeins þriðji sigur Billére í 11 leikjum.  Grétar Ari varði 4 skot, 14%, þann tíma sem hann stóð í marki Sélestat. Liðið er í þriðja sæti 2. deildar með 18 stig eftir 12 leiki. Tremblay og Pontault eru fyrir ofan. Stöðuna í frönsku 2. deildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér. 
  • Hannes Jón Jónsson stýrði sínum mönnum í Alpla Hard til stórs sigurs á, Füchse, efsta liði austurrísku 1. deildarinnar í gær, 39:21, á heimavelli. Yfirburðir Hard voru gríðarlegir í leiknum og m.a. var 13 marka munur í hálfleik, 21:9. Hard færðist upp í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki. Füchse féll úr efsta sæti niður í annað því Handball Tirol skaust í efsta sæti með fimm marka sigri á Aon Fivers, 34:29.
  • Danski handknattleiksþjálfarinn Helle Thomsen verður ekki áfram hjá Nantes í Frakklandi þegar keppnistímabilinu lýkur næsta sumar. Greint var frá þessu í gær. Thomsen er mikið sigldur þjálfari. Hún gerði m.a. garðinn frægan með hollenska kvennalandsliðið um árabil og átti sinn þátt í að koma því í allra fremstu röð um og eftir miðjan síðasta áratug. 
  • Sænski línumaðurinn Jesper Nielsen kveður danska liðið Aalborg Håndbold næsta sumar eftir þriggja ára veru. Í stað Nielsens kemur annar Svíi, Felix Möller, 21 árs gamall og nú leikmaður IK Sävehof. Möller þykir mikið efni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -