- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Stiven, Viktor, Andrea, Óðinn, Haukur, Minden, Karlskrona, Ásgeir, Hannes

Stiven Tobar Valenica leikmaður Benfica. Mynd/Benfica
- Auglýsing -
  • Stiven Tobar Valencia skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Benfica þegar liðið gerði jafntefli við ABC de Braga, 30:30, á heimavelli í gær í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Benfica er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Sporting sem er í efsta sæti. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot af þeim 11 sem hann fékk á sig þegar hann var í marki Nantes í gær í öruggum sigri liðsins á Chambéry, 39:25. Leikurinn fór fram á heimavelli Chambéry. Viktor og félagar höfðu mikla yfirburði í leiknum. Staðan í hálfleik var 22:10. Nantes er í fjórða sæti frönsku 1. deildarinnar með 11 stig að loknum sjö leikjum. Stigi á eftir þremur liðum sem er jöfn með 12 stig, PSG, Montpellier og Toulouse
  • Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu í fimm marka tapi Silkeborg-Voel á útivelli fyrir Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Silkeborg-Voel er í 10. sæti af 14 liðum deildarinnar með sex stig að loknum átta leikjum. 
  • Eftir tíu leiki í röð án taps mátti Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans í svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen sætt sig við tap, 30:29, í heimsókn til Pfadi Winterthur í gær. Óðinn Þór skoraði sjö mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Þrátt fyrir tapið er Kadetten lang efst í deildinni með 19 stig að loknum 11 leikjum, hefur fimm stiga forskot á HC Kriens. 
  • Haukur Þrastarson skoraði eitt mark í enn einum stórsigri Industria Kielce í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Liðið vann MMTS Kwidzyn á útivelli, 48:29.  Stöðuna í pólsku úrvalsdeildinni er að finna hér
  • GWD Minden tapaði fyrir TuS N-Lübbecke, 31:28, í grannaslag í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Sveinn Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir GWD Minden og Bjarni Ófeigur Valdimarsson tvö. Aðalsteinn Eyjólfsson tók við þjálfun GWD Minden í sumar. Nokkuð er um meiðsli í  leikmannahópnum. Liðið er í 11. sæt af 18 með sjö stig að loknum átta umferðum en stöðu er að finna hér. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði þrjú mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson eitt mark fyrir HF Karlskrona þegar liðið tapaði fyrir Ystads IF á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Þorgils Jón Svölu Baldursson lék einnig með HF Karlskrona en náði ekki að skora. Phil Döhler varði tvö skot af sex þann tíma sem hann stóð á milli stanganna í marki HF Karlskrona sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sjö umferðir. 
  • Ásgeir Snær Vignisson kom lítið við sögu og skoraði til að mynda ekki mark þegar lið hans, Fjellhammer, vann langþráðan sigur í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Fjellhammer lagði Halden, 22:18, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Fjellhammer í deildinni síðan í byrjun september.  Fjellhammer er í 11. sæti af 14 liðum deildinnar með fimm stig.
  • Liðsmenn Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard unnu Ferlach á heimavelli í gær, 32:29, í austurrísku 1. deildinni í handknattleik. Alpla Hard situr í öðru sæti með 11 stig eftir sjö umferðir, er stigi á eftir Füchse.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -