- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Teitur, Elliði, Heiðmar, Bjarki, Tumi, Sveinbjörn, Arnar, Óðinn, Hannes, annar Bjarki

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -
  • Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk, átti eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli í stórsiguri Flensburg á Gummersbach, 42:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Schwalbe-Arena í Gummersbach. Flensburg er í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum og einum leik á eftir Melsungen sem er efst.
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði einnig þrjú mörk í leiknum og þau fyrir Gummersbach sem er í sjöunda sæti. Stöðuna í deildinni er að finna hér.
  • Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði sigri með sínum piltum í gær eftir sigur á Lemgo, 34:32, á heimavelli í þýsku 1. deildinni. Hannover-Burgdorf situr í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar með 15 stig í sjötta sæti.
  • Ekkert lát er á sigurgöngu Telekom Veszprém í ungversku 1. deildinni í handknattleik. Í gær vann liðið Carbonex-Komló, 40:24, á heimavelli. Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Telekom Veszprém sem er efst með 22 stig eftir 11 umferðir. Stöðuna í heild er að finna hér.
  • Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar í Coburg halda sigurgöngu sinni áfram í 2. deild þýska handknattleiknum. Í gær vann Coburg lið EHV Aue sem Ólafur Stefánsson tók við þjálfun á fyrir skömmu síðan, lokatölur 33:28, í Aue. Tumi Steinn skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu. Coburg er komið upp í 5. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 leiki.
  • Sveinbjörn Pétursson var frábær í marki EHV Aue þrátt fyrir tapið. Hann varði 17 skot, þar af eitt vítakast, 35,4%. Stöðuna í þýsku 2. deildinni er að finna hér.
  • Stórleikur Arnars Birkis Hálfdánssonar fyrir Amo HK dugði ekki til sigurs liðsins á heimavelli gegn Malmö í gær í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Arnar Birkir skoraði níu mörk í 11 skotum. Malmö vann leikinn, 31:29.
  • Eftir góða byrjun í haust eru nýliðar Amo fallnir niður í 9. sæti af 14 í deildinni en eru reyndar komnir í undanúrslit í bikarkeppninni eins og handbolti.is sagði frá í nýliðinni viku. Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni er að finna hér.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson og Ariel Pietrasik voru markahæstir hjá Kadetten Schaffhausen með sjö mörk hvor þegar liðið vann Wacker Thun, 29:23, á útivelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær. Óðinn Þór skoraði fimm af mörkum sínum úr vítakasti og var með 100% nýtingu.
  • Kadetten Schaffhausen er efst í deildinni eins og áður. Liðið hefur 25 stig eftir 14 umferðir. GC Zürich sem Ólafur Andrés Guðmundsson lék með á síðasta tímabili er fimm stigum á eftir í öðru sæti. Stöðuna í svissnesku A-deildinni er að finna hér.
  • Alpla Hard, liðið sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, tapaði í gær fyrir Aon Fivers, 36:33, í tíundu umferð í efstu deild austurríska handknattleiksins í gær. Hard er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir Füchse. Aon Fivers er stigi á eftir Hard.
  • Bjarki Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Anderstorps SK þegar liðið tapaði fyrir Kungälvs HK, 26:23, í Allsvenskan, næst efstu deild sænska handknattleiksins í gær. Anderstorps SK er í níunda sæti deildarinnar með 10 stig að loknum 11 umferðum. Helsingborg, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, hefur talsverða yfirburði í Allsvenskan. Liðið hefur 22 stig að loknum 11 umferðum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -