- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Til Tallin, Hansen, Christiansen, Lebedevs, Alfreð, Golla

Landsliðsmennirnir Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Örn Jónsson leggja á ráðin. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom heilu og höldnu síðdegis í gær inn á hótel í Tallin í Eistlandi eftir ferðalag frá Íslandi í morgunsárið, eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu HSÍ. Millilent var í Helsinki. Landsliðið æfir og fundar í dag í Tallin fyrir leikinn við landslið Eistlands á laugardaginn sem fram fer í Kalevi Spordihall.

    Line Hesseldal Hansen og Karina Christiansen frá Danmörku dæma viðureign Eistlands og Íslands sem hefst klukkan 16.10 á morgun. 

  • Rolands Lebedevs, markvörður Harðar á Ísafirði, var einn þriggja markvarða lettneska landsliðsins þegar liðið mætti Frökkum í undankeppni EM í Poiters í Frakklandi í gærkvöld. Lebedevs stóð í marki Letta í skamma stund í leiknum og varði ekki skot. Frakkar unnu stórsigur, 35:18. 
  • Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, tapaði fyrir sænska landsliðinu með fjögurra marka mun, 37:33, í Mannheim í gærkvöld. Leikurinn var liður í Evrópubikarkeppni landsliða en í þeirri keppni taka þátt landslið sem taka ekki þátt í undankeppni EM 2024 vegna þess að þau hafa þegar öðlast þátttökurétt á mótinu. Þjóðverjar verða gestgjafar EM 2024. 

  • Línumaðurinn Johannes Golla var óstöðvandi í þýska landsliðinu og skoraði 12 mörk í 14 skotum. Ungstirnið Juri Knorr var næstur með fjögur mörk eins og Marcel Schiller hornamaður Göppingen. Eric Johansson, Niclas Ekberg og Max Darj skoruðu fimm mörk hver fyrir sænska landsliðið. 
  • Þýska landsliðið mætir því spænska í næstu umferð keppninnar á Spáni á laugardaginn. Spánverjar töpuðu fyrir Dönum í fyrrakvöld. Danir og Svíar eigast við á sunnudaginn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -