- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi, Orri, Svavar, Sigurður, Teitur, Óðinn, Tryggvi, Heiðmar, Arnór, Ýmir, Stiven, Viktor

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -
 • Tumi Steinn Rúnarsson og félagar í HSC 2000 Coburg eru á góðum skriði í 2. deild þýska handknattleiksins. Í gærkvöld unnu þeir Dessau-Roßlauer HV 06, 30:26, á heimavelli. Coburg færðist upp í 5. sæti deildarinnar með þessum góða sigri á Dessau-Roßlauer HV 06 sem hefur ekki náð sér á strik í vetur eftir að hafa verið nærri því farið upp úr deildinni í vor.
 • Tumi Steinn virðist kominn á gott skrið eftir að hafa glímt við meiðsli í baki um nokkurt skeið. Hann skoraði tvö mörk í gærkvöld í HUK-COBURG arena og átti eina stoðsendingu.
 • Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk í sex skotum fyrir Sporting þegar liðið lagði ungverska liðið Tatabánya í fjórðu umferð H-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Lissabon, 36:28. Sporting og Tatabánya eru í harðri keppni um annað sæti H-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö efstu lið hvers riðils deildarinnar taka sæti í 16-liða úrslitum. Rúmenska liðið Constanta stendur vel að vígi í efsta sæti.
 • Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu viðureign Logroño La Rioja og Vojvodina frá Serbíu í F-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Leikið var í Logroño á Spáni. Serbnesku meistararnir unnu leikinn með þriggja marka mun, 32:29, og standa vel að vígi í riðlinum ásamt Bjerringbro/Silkeborg.
 • Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í þriggja marka sigri á Elverum, 38:35, í Flens-Arena í E-riðli Evrópudeildarinnar. Flensburg er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og á víst sæti í 16-liða úrslitum.
 • Óðinn Þór Ríkharðsson skorað tvisvar í sigri Kadetten Schaffhausen á heimavelli á liði HC Lovcen-Cetinje frá Svartfjallalandi, 36:26. Kadetten mun sennilega fylgja Flensburg áfram úr E-riðli og í 16-liða úrslit. Riðlakeppni Evrópudeildarinnar lýkur eftir tvær vikur.
 • Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof eru efstir í C-riðli Evrópudeildarinnar með átta stig. Þeir unnu Pfadi Winterthur, 32:29, í Sviss í gær. Tryggvi skoraði ekki mark í leiknum.
 • Heiðmar Felixson stýrði liði Hannover-Burgdorf til sigurs á AEK Aþenu, 32:29, í Aþenu í fjórðu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í Aþenu í gær. Christian Prokop varð eftir heima í Þýskalandi með covid. Hannover-Burgdorf á sæti í 16-liða úrslitum víst en liðið er að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn.
 • Arnór Snær Óskarsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark í öruggum sigri liðsins á Benfica í Mannheim í gær, 39:30. Liðin eiga sæti í A-riðli og er Rhein-Neckar Löwen efst með átta stig hefur náð sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
 • Stiven Tobar Valencia skoraði tvö mörk fyrir Benfica í leiknum í Mannheim í gær. Benfica er í þriðja sæti riðilsins og á litla sem enga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.
 • Nantes er í öðru sæti A-riðils Evrópudeildarinnar, tveimur stigum á eftir Rhein-Neckar Löwen. Nantes vann Kristianstad, 31:27, á heimavelli í gærkvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í leiknum, 29%.

Evrópudeild karla ’23 – úrslit 4. umferðar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -