- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Undankeppni HM í N-Ameríku, Alstad, flótti frá Vardar

- Auglýsing -
  • Grænlendingar unnu Mexíkóa með sex marka mun, 32:26, í síðustu umferð undankeppni Norður Ameríku fyrir heimsmeistaramót karla í handknattleik í gærkvöld að staðartíma í Mexíkóborg. Í hinni viðureign lokaumferðarinnar lagði bandaríska landsliðið liðsmenn landsliðs Kúbu, 32:28. 
  • Bandaríkin unnu þar með allar þrjár viðureignir sínar á mótinu. Grænlendingar hrepptu annað sætið. Þeir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleik keppninnar annað kvöld. Sigurliðið tryggir sér keppnisrétt á HM í Póllandi og Svíþjóð í janúar en leikmenn tapliðsins sitja eftir með sárt enni vegna þess að Norður Ameríka á aðeins eitt sæti á heimsmeistaramótinu 2023. 
  • Bandaríska landsliðið vann það grænlenska örugglega í fyrstu umferð mótsins á sunnudagskvöld, 36:28. Þau úrslit hafa harla lítið að segja þegar liðin mætast í úrslitaleik um HM-farseðilinn annað kvöld. Mexíkó og Kúba mætast í leik um bronsverðlaunin.
  • Ida Alstad fyrrverandi landsliðskona Noregs hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 37 ára gömul. Alstad hefur síðustu sex ár leiki með Byåsen og reyndar lengst af sínum ferli m.a. frá 2001 til 2013 og aftur 2015 til 2016 áður en hún lék í skamma hríð með Györ í Ungverjalandi. Einnig lék Alstad með dönsku liðunum Tvis Holstebro og FC Midtjylland. Alls lék Alstad 143 landsleiki fyrir Noreg og skoraði 310 mörk. Hún var m.a. í sigurliði Noregs á HM 2011 og 2015 og á Ólympíuleikunum London fyrir áratug. Einnig varð Alstad Evrópumeistari 2010 og 2014 auk silfurverðlaun á EM 2012. 
  • David Davis sem þjálfað hefur karlalið Vardar Skopje er hættur störfum eftir að liðinu var synjað um þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Vlado Nedanovski tekur við þjálfun Vardar. Um leið er ljóst að fjórir leikmenn sem ætluðu að ganga til liðs við Vardar í sumar hafa hætt við komu til félagsins. Einnig er framtíð tveggja leikmanna sem fyrir eru í óvissu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -