- Marta Wawrzynkowska og Hákon Daði Styrmisson voru valin bestu leikmenn meistaraflokka kvenna og karla hjá ÍBV á lokahófi deildarinnar á dögunum.
- Elísa Elíasdóttir og Ívar Logi Styrmisson fengu hinn svokallaða Fréttabikar sem árlega er veittur í nafni Eyjafrétta.
- Harpa Valey Gylfadóttir og Sæþór Páll Jónsson þykja hafa tekið mestum framförum á leiktíðinni og hluti viðurkenningar þar að lútandi. Harpa Valey var m.a. valin í A-landsliðið.
- ÍBV-arar tímabilsins í meistaraflokkunum voru Fannar Þór Friðgeirsson og Erika Ýr Ómarsdóttir.
- Í 3. flokki kvenna var Þóra Björg Stefánsdóttir valin besti leikmaðurinn, Amelía Einarsdóttir efnilegust, Aníta Björk Valgeirsdóttir er ÍBV-ari flokkisins og Tara Sól Úranusdóttir sýndi mestu framfarir. ÍBV varð Íslandsmeistari á dögunum í 3. flokki kvenna.
- Gauti Gunnarsson var valinn efnilegasti leikmaður 3. flokks karla hjá ÍBV. Elmar Erlingsson var efnilegastur og Breki Þór Óðinsson er ÍBV-ari flokkisins. Viðurkenning fyrir mestu framfarir féll Adam Smára Sigfússyni í skaut.
- Torsten Jansen þjálfari HSV Hamburg var í gær valinn þjálfari tímabilsins í þýsku 2. deildinni. Það var vel við hæfi því lið hans tryggði sér á ný sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili með fjögurra marka sigri á Hamm, 32:28. Þegar ein umferð er eftir í 2. deild er HSV Hamburg öruggt um annað af tveimur efstu sætum deildarinnar og verður þar með í hópi bestu liði í Þýskalands í haust eftir sex fimm ára þrautargöngu. Hamborgarliðið vann Meistaradeild Evrópu 2013 en var þremur árum síðar dæmt til þátttöku í 3. deild í Þýskalandi eftir að hafa verið úrskurðað gjaldþrota. Jansen tók við þjálfun liðsins 2017.
- Florian Kehrmann þjálfari bikarmeistara Lemgo í Þýskalandi hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2025. Kehrmann var leikmaður Lemgo frá 1999 til 2014 og lék um árabil einnig með þýska landsliðinu m.a. þegar það varð heimsmeistari 2007. Kehrmann hætti að leika handknattleik 2014 varð aðstoðarþjálfari Lemgo þar til hann tók við þjálfun liðsins í árslok sama ár. Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður, leikur með Lemgo en liðið varð bikarmeistari á dögunum.
- Auglýsing -