- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Víkingur á sigurbraut, Anton, Sveinbjörn, Poulsen, Barthold, Bjørnsen

Jóhann Reynir Gunnlaugsson fyrirliði Víkings. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -
  • Víkingar búa sig af kostgæfni undir þátttöku í Grill66-deild karla sem hefst síðar í þessum mánuði. Nýverið var liðið í vel lukkuðum viku æfingabúðum á Spáni eins og handbolti.is sagði frá. Eftir heimkomuna hafa Víkingar leikið þrjá æfingaleiki. Þeir unnu U-lið Vals, 40:32, fyrir rúmri viku. 
  • Um miðja síðustu viku sóttu Víkingar liðsmenn ÍR heim í nýja íþróttahús félagsins og unnu, 39:34, í hörkuleik þar sem aðeins munaði einu marki eftir fyrri hálfleik, 17:16. Nokkru eftir leikinn við ÍR vann Víkingur þriðja leikinn er liðið lagði Fjölni í Safamýri, 32:29, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. 
  • Keppni í Grill66-deild karla hefst 23. september og fá Víkingar leikmenn U-liðs Selfoss í heimsón í fyrstu umferð.

  • Anton Rúnarsson og samherjar í TV Emsdetten unnu ASV Hamm II með átta marka mun, 34:26, í fyrstu umferð vesturhluta þýsku 3. deildarinnar um nýliðna helgi. Emsdetten var tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleik, 16:14. 
  • Sveinbjörn Pétursson og félagar í EHV Aue fögnuðu einnig sigri í fyrsta leik sínum í norður austurhluta 3. deildar. Aue lagði SC Magdeburg II, 29:25, á heimavelli. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. 

  • Færeyska stórskyttan, Vilhelm Poulsen, sem gerði garðinn frægan með Fram, var valinn í úrvalslið 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Poulsen skoraði átta mörk í níu skotum fyrir Lemvig þegar liðið tapaði fyrir Ribe-Esbjerg, 33:30, í Esbjerg á föstudaginn. 
  • Norsku hornamennirnir Sebastian Barthold og Kristian Bjørnsen hafa framlengt samninga sína við Aalborg Håndbold til ársins 2025.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -