- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor, Donni, Darri, Grétar, Rød, Solberg, Darleux

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes í Frakklandi og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot, 23%, þegar Nantes og Chartres skildu jöfn, 28:28, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær á heimavelli Nantes sem er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig eftir 18 leiki. Montpellier er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir, og á leik inni.  Liðin keppa um annað sætið sem veitir keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. PSG er í sérflokki í frönsku 1. deildinni eins og oft áður. Stöðuna í frönsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleik er að finna hér
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er hér á landi um þessar mundir og var á dögunum undir læknis hendi vegna meiðsla í öxl sem höfðu hrjáð hann um skeið. Donni var þar af leiðandi ekki með PAUC þegar liðið tapaði fyrir Nimes, 29:26, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er í níunda sæti deildarinnar með 18 stig.
  • Darri Aronsson er ekki byrjaður að leika með US Ivry eftir að hafa jafnað sig af langvarandi meiðsli. Hann var þar af leiðandi ekki með í gær þegar Ivry tapaði í heimsókn til Dunkerque, 32:30. Ivry er í 12. sæti af 16 liðum frönsku 1. deildarinnar með 11 stig. Enn eru 12 umferðir eftir af deildarkeppninni í Frakklandi.
  • Grétar Ari Guðjónsson kom lítið við sögu þegar Sélestat tapaði naumlega fyrir Pontault, 27:26, á heimavelli síðarnefnda liðsins í 2. deild franska handknattleiksins í gær. Eftir því sem næst verður komist varði Grétar Ari eitt skot. Samherji hans í markinu, Romain Mathias, varði ágætlega.  Pontault er í öðru sæti deildarinnar en Sélestat  er í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir. Tremblay er langefst í 2. deild. 
  • Norski landsliðsmaðurinn Magnus Rød kveður Kolstad í heimalandi sínu eftir leiktíðina og gengur til liðs við Pick Szeged. Þetta var staðfest í gær en fregnin hefur verið óstaðfest um skeið. Rød kom til Þrándheimsliðsins á síðasta sumri frá Flensburg hvar hann var í sex leiktíðir. 
  • Frá og með næsta keppnistímabili verða báðir aðalmarkverðir norska kvennalandsliðsins í handknattleik í herbúðum Vipers Kristiansand. Í gær tilkynnti félagið að Silje Solberg-Østhassel hafi skrifað undir tveggja ára samning sem tekur gildi í sumar. Fyrir er hjá félaginu Katrine Lunde og verður áfram fram til sumarsins 2025. Solberg hefur verið markvörður Györ í Ungverjalandi frá árinu 2020. „Við Lunde höfum unnið mjög vel saman í landsliðinu á síðustu árum. Ég hlakka því til að vinna með henni hjá Vipers,“ er haft eftir Solberg í tilkynningu í gær. Áratugur er síðan hún lék síðast með norsku félagsliði. 
  • Cleopatre Darleux markvörður franska kvennalandsliðsins til margra ára er byrjuð að æfa á ný með Brest í Bretagne eftir að hafa verið frá keppni og æfingum síðan í desember 2022. Hún fékk þá þungt höfuðhögg og heilahristing af þess völdum. Darleux mun vera staðráðin í að leggja allt í sölurnar til að endurheimta sæti í franska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í Frakkland í sumar en hún var aðalmarkvörður landsliðsins þegar það varð Ólympíumeistari 2021.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -