- Vilborg Pétursdóttir og samherjar hennar í Stokkhólmsliðinu AIK unnu HK Malmö, 32:24, í 8. umferð Allsvenskan, næst efstu deildar sænska handknattleiksins í gær. Vilborg skoraði fjögur mörk fyrir AIK sem komið er upp í sjötta sæti með níu stig í átta viðureignum. Lugi er efst með 12 stig og ljóst að liðið ætlar sér ekki að staldra við nema eitt tímabil í Allsvenskan.
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Volda þegar liðið gerði jafntefli Åsane, 25:25, á heimavelli í gær í næst efstu deild norska kvenna handboltans. Volda er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig að loknum átta leikjum.
- Fjellhammer er sem fyrr efst í næst efstu deild norska kvenna handboltans með fullt hús stiga, 14 að loknum sjö leikjum. Ekkert varð af viðureign Fjellhammer og Trondheim sem til stóð að færi fram í gær. Birta Rún Grétarsdóttir leikur með Fjellhammer.
- Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Strindheim í fimm marka tapi liðsins fyrir Lillestrøm, 26:21, á útivelli í gær í 2. deild norska kvennahandboltans, hluta 04.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir og liðsfélagar í Aarhus United töpuðu í gær fyrir EH Aalborg, á útivelli, 33:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Elín Jóna lék með EH Aalborg á síðsta tímabili. Hún stóð lengi í marki Aarhus á gamla heimavellinum í gær og varði 5 skot, 19%.
- Ólafur Örn Haraldsson var eftirlitsmaður á viðureign Finnlands og Ungverjalands í 2.riðli undankeppni EM 2026 í handknattleik karla í Vantaa í Finnlandi í gær. Ungverjar unnu leikinn, 32:23. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram var markahæstur í finnska liðinu með fimm mörk.
- Reynir Stefánsson varaformaður HSÍ var eftirlitsmaður á báðum viðureignum Sola og LC Brühl í Noregi í gær og í fyrradag. Viðureignirnar voru liður í síðari umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Sola vann samanlagt með 15 marka mun og tekur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst eftir áramót.
- Auglýsing -