- Auglýsing -
- Luka Vukicevic leikmaður Fram og Gunnar Kári Bragason leikmaður Selfoss U hlutu útilokun með skýrslu í leikjum með liðum sínum í síðustu viku. Þeir geta báðir mætt til leiks í næstu leikjum liðanna sinn þar sem hvorugur var úrskurðaður í leikbann á fundi aganefndar í fyrradag. Þeir voru minntir á stighækkandi áhrifum útilokana.
- Stine Bredal Oftedal leikur ekki með norska landsliðinu á fjögurra þjóða æfingamóti í handknattleik sem hefst í Danmörku á fimmtudaginn. Oftedal nefbrotnaði á æfingu hjá ungverska meistaraliðinu á síðasta föstudag og verður frá keppni um tíma af þeim sökum. Auk landsliðs Dana og Norðmanna verða landslið Hollands og Sviss með á mótinu.
- Franska landsliðskonan Méline Nocandy leikur ekki með franska landsliðinu á EM sem fram fer í nóvember. Hún er meidd á hné. Nocandy hefur um árabil verið ein af burðarásum franska landsliðsins og helsti leikstjórnandi þess. Eftir sex ára veru hjá Metz fluttist Nocandy óvænt til liðs við Paris 92 í sumar.
- Eftir að hafa tekið þátt í 17 stórmótum í röð með norska landsliðinu verður Camilla Herrem ekki með á Evrópumótinu sem fram fer í Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Slóveníu í nóvember. Herrem sagði frá því á Instagram í gær að hún vænti annars barns síns og Steffen Stegavik. Herrem á að baki 288 landsleiki sem hún hefur skorað í 822 mörk.
- Auglýsing -