- Auglýsing -
- Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik hefur verið skipaður fyrirliði þýska liðsins FRISCH AUF! Göppingen. Ýmir Örn gekk til liðs við félagið í sumar eftir fjögurra ára veru hjá Rhein-Neckar Löwen.
- Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir IFK Kristianstad vann Vinslövs HK, 32:27, í fyrstu umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar á heimavelli Vinslövs í gær. Þetta var fyrsti leikurinn í opinberu móti hjá Einari Braga með IFK eftir að hann kom til félagsins frá Íslandsmeisturum FH í sumar.
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði 15 mörk fyrir Volda þegar liðið vann stórsigur á Godøy, 45:6, í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í kvennaflokki.
- Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Gummersbach tapaði fyrir Magdeburg í æfingaleik í gær, 33:30. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og Ómar Ingi Magnússon þrjú fyrir Magdeburg.
- Daníel Þór Ingason skoraði tvö af mörkum þýska liðsins Balingen-Weilstetten í sigri á svissnesku meisturunum Kadetten Schaffhausen, 34:33, í hörkuleik í æfingaleik í Schaffhausen í gærkvöld. Óðinn Þór Ríkharðsson lék að vanda með Kadetten. Hann skoraði sex mörk, eitt úr vítakasti.
- Auglýsing -