- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ýmir Örn, Arnar Freyr, Tryggvi, Þyri Erla, Igor

Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli síðarnefnda liðsins í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 34:25. Ýmir Örn skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson er frá keppni út leiktíðina vegna meiðsla eins og handbolti.is sagði frá á dögunum.  
  • Jannik Kohlbacher var markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen með sjö mörk. Julius Kühn skoraði einnig sjö sinnum fyrir Melsungen
  • Rhein-Neckar Löwen situr í fimmta sæti deildarinnar með 41 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Kiel og Magdeburg er í tveimur efstu sætunum 10 stigum fyrir ofan. Melsungen er í 11. sæti með 28 stig og á fjóra leiki eftir. 
  • Tryggvi Þórisson og samherjar hans í Sävehof töpuðu öðru sinni eftir framlengingu fyrir IFK Kristianstad í þriðja úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í gærkvöld, 33:31. Leikurinn fór fram í Kristianstad sem hefur tvo vinninga en Sävehof engan. Staðan var jöfn, 28:28, eftir hefðbundinn leiktíma. Fjórði leikur liðanna verður á heimavelli Sävehof á morgun. Kristianstad vantar einn vinning til þess að fagna sænska meistaratitlinum í fyrsta sinn í fimm ár. 
  • Skarð var fyrir skildi í Sävehof-liðinu í gær að Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu gat ekki leikið með. Hann fékk höfuðhögg í annarri viðureign liðanna á mánudagskvöldið. Óvíst er með þátttöku hans í leiknum á morgun. 
  • Þyri Erla Sigurðardóttir, markvörður, hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fjölnis. Hún var valin handboltakona Fjölnis á síðasta tímabili og hún hefur bætt sig gífurlega á undanförnum árum.
  • Igor Kopyshynskyi og félagar hans í úkraínska landsliðinu töpuðu báðum leikjum sínum í gær á Evrópumótinu í strandhandbolta Nazaré í Portúgal, eftir tvo sigurleiki í fyrradag. Fyrri leikurinn í gær var við Spánverja í lokaumferð riðlakeppni mótsins. Sú viðureign tapaðist 2:0 í hrinum talið. Síðar í gær hófst milliriðlakeppni mótsins sem fram fer í tveimur fjögurra liða riðlum. Igor og félagar töpuðu þá fyrir danska landsliðinu, 2:1.
  • Í dag leikur úkraínska landsliðið við landslið Króatíu og PortúgalsIgor er markahæsti leikmaður úkraínska liðsins í mótinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -