- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ýmir Örn, Heiðmar, Arnór Þór, Ólafur, Steinunn

Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður og leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Áfram halda Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen að vinna andstæðinga sína. Í gærkvöld lögðu þeir GWD Minden með 12 marka mun á heimavelli, 37:25. Ýmir Örn skoraði þrjú mörk í leiknum. Rhein-Neckar Löwen er annað tveggja liða sem ekki hefur tapað leik til þessa í þýsku 1. deildinni. Löwen er efst með 14 stig eftir sjö leiki og hefur ekki byrjað betur í deildinni síðan leiktíðina 2015/16. Hitt taplausa liðið er THW Kiel.

  • Heiðmar Felixson og félagar í Hannover-Burgdorf halda áfram að gera það gott í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í gærkvöld unnu þeir HSV Hamburg, 28:27, á heimavelli í 7. umferð. Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf  sem er í sjötta sæti með 10 stig eftir sjö leiki. 
  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki gær þegar lið hans, Bergischer HC, tapaði fyrir Erlangen, 30:27, á útivelli í þýsku 1. deildinni. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen sem situr í fjórða sæti. Bergischer er í 13. sæti en 18 lið eiga sæti í þýsku 1. deildinni. 

  • Steinunn Hansdóttir skoraði þrjú mörk í þremur skotum þegar lið hennar, Skanderborg Håndbold, tapaði fyrir Viborg, 33:29, í sjöttu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Viborg. Skanderborg Håndbold er næst neðst í deildinni með eitt stig. Nýliðar SönderjyskE reka stigalausir lestina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -