- Auglýsing -
Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur leikmanna RK Alakaloid í jafntefli við meistarana Eurofarm Pelister, 33:33, á heimavelli í þriðju umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu. Monsi var með fullkomna skotnýtingu, sjö mörk í sjö skotum.
Monsi og félagar eru vafalaust vonsviknir yfir að hafa ekki fengið bæði stigin úr leiknum eftir að hafa haft yfirhöndina frá upphafi. Leikmenn Pelister skoruðu tvö síðustu mörkin.
RK Alkaloid hefur þar með fjögur stig eftir þrjár umferðir í fjórða sæti. Vardar er efst með sex stig og Pelister situr í öðru sæti með fimm stig.
Stöðuna í úrvalsdeildinnni í Norður Makedóníu og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.