- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mosfellingar eru komnir yfir á ný

Eldhressir leikmenn Aftureldingar ásamt stuðningsmönnum eftir sigur á Val að Varmá í kvöld. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding tók á ný forystu í einvíginu við bikarmeistara Vals í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Mosfellingar unnu þriðju viðureignina á heimavelli, 26:25, og hafa þar með tvo vinninga en Valur einn. Afturelding hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 15:12, og var með yfirhöndina í viðureigninni frá upphafi til enda þótt Valsliðið hafi aldrei verið langt á eftir.

Framhaldið óvíst

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Óvíst er á hinn bóginn hvenær fjórða viðureign Vals og Aftureldingar fer fram. Framundan er viku æfinga- og keppnisvika hjá landsliðinu en bæði lið eiga leikmenn í íslenska landsliðinu sem mætir Eistlendingum í tvígang á næsta dögum í umspili um farseðilinn á heimsmeistaramótið.

Ráðgert er að fjórða viðureign Vals og Aftureldingar verði miðvikudaginn 15. maí, þremur dögum fyrir fyrri úrsltialeik Vals og Olympiacos í Evrópubikarkeppninni.

Allt annað upp á teningnum

Allt annað var sjá til Aftureldingarliðsins í kvöld en á fimmtudaginn þegar liðið beið afhroð í heimsókn til Valsmanna. Leikmenn Aftureldingar voru með á nótunum frá byrjun. Þeir skoruðu sjö af fyrstu 10 mörkum leiksins. Valsmenn voru þremur til fjórum mörkum undir allt til loka hálfleiksins þegar staðan var 15:12.

Afturelding hélt yfirhöndinni allan síðari hálfleikinn. Valsmenn átti öflugt áhlaup undir lokin og freistuðu þess að veita Mosfellingum skráveifu en tókst ekki.

Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 5, Ihor Kopyshynskyi 5, Birgir Steinn Jónsson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Blær Hinriksson 3, Jakob Aronsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 12, Jovan Kukobat 2.

Mörk Vals: Ísak Gústafsson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Tjörvi Týr Gíslason 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Alexander Peterson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Agnar Smári Jónsson 1, Allan Norðberg 1, Andri Finnsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15.

Tölfræði leiksins.

Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -