- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Moustafa heldur ótrauður áfram

Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert kemur í veg fyrir að hinn umdeildi forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, Egyptinn Hassan Moustafa, verði endurkjörinn forseti á þingi Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í Tyrklandi í nóvember. Héðan af kemur vart mótframboð þar sem framboðsfrestur er útrunninn.


Moustafa var fyrst kjörinn forseti IHF árið 2000 þegar mönnum var mjög í mun að losa sig við austurríksmanninn Erwin Lance sem þótti orðinn mosavaxinn í forsetstólnum. Fljótlega fóru að renna tvær grímur á ýmsa Evrópubúa innan IHF vegna hins nýja forseta. Svíinn Staffan Holmqvist bauð sig fram gegn Moustafa 2004 og Jean Kaiser frá Lúxemborg fór í framboð 2009. Hvorugur hafði erindi sem erfiði enda hefur Evrópa ekki nema liðlega fjórðung af atkvæðum á þingum IHF. Kaiser fékk meira að segja ekki atkvæði frá öllum Evrópuþjóðum.


Frá 2009 hefur Moustafa setið sem fastast án mótframboðs og nú virðist ljóst að hann verður forseti hið minnsta næstu fjögur ári. Moustafa varð 77 ára í lok júlí. Hann nýtur gríðarlegs fylgis utan Evrópu. Reynt hefur verið að bendla forsetann við eitt og annað misjafnt sem hefur þótt í rekstri IHF um árabil. Eins hafa skoðanir hans og afskipti af málum þótt afar umdeild. Moustafa hefur staðið allt af sér og haldið ótrauður áfram eins og brimbrjótur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -