- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Munurinn var mikill – úrslitin voru ráðin snemma á Ásvöllum

- Auglýsing -

Haukar töpuðu með 18 marka mun í fyrri viðureign sinni við spænska liðið Costa del Sol Málaga, 36:18, í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna í Kuehne+Nagel-höllin á Ásvöllum í kvöld. Staðan í hálfleik var 19:9. Síðari viðureignin fer fram á Spáni eftir viku.


Haukar byrjuðu afar illa. Leikmennn gerðu hvert axarskaftið á eftir öðru í sókninni á upphafsmínútunum gegn kvikum og áköfum varnarmönnum Costa del Sol Málaga. Staðan var 10:2 eftir 10 mínútur og segja má að liðið hafi aldrei bitið úr nálinni eftir það. Ofan á annað þá réðu varnarmenn Hauka ekkert við sóknarmenn spænska liðsins sem voru fljótir á fótunum og í allt öðrum gæðaflokki. Hauka fengu þar með nokkra brottrekstra sem gerði að verkum að enn erfiðara var að verjast en ella. Auk þess náði Sara Sif Helgadóttir sér ekki á strik í markinu og varði ekki sitt fyrsta skot fyrr en talsvert var liðið á hálfleikinn.

Tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Embla Steindórsdóttir rautt spjald við varnarbrot. Embla hafði verið einna áræðnust í sóknarleik Hauka en hún var að leika sinn fyrsta leik í Evrópukeppni félagsliða eins og fleiri leikmenn Hauka.

Staðan var 19:9 fyrir Costa del Sol Malaga liðið í hálfleik.

Síðari hálfleikur markaðist af þeim fyrri. Haukar reyndu eitt og annað s.s. að leika sjö á sex en öllum var ljóst að taflið var tapað og ekkert annað en að læra af skákinni. Framan af síðari hálfleik virtust leikmenn Costa del Sol Málaga slaka á og einbeitingin var ekki sú sama og áður. Þegar kom fram yfir miðja hálfleikinn messaði spænski þjálfarinn yfir sínum mannskap svo hann lagði aðeins meiri alvöru í leikinn þegar á leið.


Mörk Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Ebba Guðríður Ægisdóttir 1, Birta Lif Jóhannsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10, 22%.

Mörk Costa del Sol Málaga: Isabelle Dos Santos Medeiros 10, Maider Barros Muñoz 5, Nicxon Clabel Hiobi Atjaba 5, Esperanza López Jiménez 3, Martina Romero 2, Nayra Solís Rodríguez 2, Estela Doiro Rodríguez 2, Soledad López Jiménez 2, Bárbara Piñeira Calero 2, Joana Dos Santos Resende 2, Rita Bento Campos 1.
Varin skot: Mercedes Castellanos Soanez 13, 44,8%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -