- Auglýsing -

Myndasyrpa: FH – Fram, 25:25

Talsvert gekk á í Kaplakrika í leikslok í kvöld. Mynd/J.L.Long

FH og Fram gerðu jafntefli, 25:25, í hörkuleik í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Fram er þar með áfram ósigrað í öðru sæti deildarinnar með sex stig. FH-ingar hafa hinsvegar ekki fengið draumabyrjun í deildinni og hafa tvö stig og eru í hópi neðstu liða.


Leonharð Þorgeir Harðarson jafnaði metin fyrir FH, 25:25, þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka. Fram var lengst af yfir í leiknum en tókst ekki að halda fengnum hlut.

Talsvert gekk á undir lok leiksins og fékk Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, rautt spjald á síðustu sekúndu eftir að skot hans úr aukakasti fór í höfuðið á Birgi Má Birgissyni, leikmanni FH. Rann mönnum verulega í skap við þetta og kom til orðahnippinga.


Staðan í Olísdeild karla.

Jói Long var að vanda í Kaplakrika og sendi handbolta.is myndir. Nokkrar þeirra eru í syrpu hér fyrir neðan. Kærar þakkir Jói.

Hægt er að smella á hverja mynd fyrir sig til þess að sjá hana stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -