Ágúst Birgisson, línumaður FH. Kristján Ottó Hjálmsson og Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmenn HK, horfa á eftir Ágústi. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
FH-ingar unnu öruggan sigur á HK í Olísdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld, 33:24, í fyrsta leik beggja liða í deildinni á þessu ári. Hafnarfjarðarliðið er þar með áfram í efsta sæti deildarinnar með 22 stig eins og Haukar. HK rekur sem fyrr lestina í deildinni og á þungan róður fyrir höndum í síðari hluta deildarkeppninnar.
J.L.Long var að vanda á leiknum í Kaplakrika. Hann sendi handbolta.is myndir frá viðureigninni og birtast nokkra þeirra hér fyrir neðan um leið og J.L.Long er þakkað fyrir sendinguna.
Leonharð Þorgeir Harðarson, FH, og Pálmi Fannar Sigurðsson, HK. Mynd/J.L.LongBirgir Már Birgisson FH-ingur að skora eitt fjögurra marka sinna í leiknum. Mynd/J.L.LongKristófer Ísak Bárðarson og Sigurður Jefferson Guario ætluðu ekki að láta Ágúst Birgisson, línumanna FH sleppa. Ágúst gaf hinsvegar ekkert eftir. Sjá framhald af viðskiptum þeirra hér fyrir neðan. Mynd/J.L.LongMynd/J.L.LongÁgúst hafði betur. Mynd/J.L.LongEinar Örn Sindrason, FH-ingur, sloppinn frá Kristjáni Ottó Hjálmssyni og Hafsteini Óla Berg. Mynd/J.L.LongJón Bjarni Ólafsson línumaður FH og Sigurður Jefferson Guarino. Mynd/J.L.LongJakob Martin Ásgeirsson, vinstri hornamaður FH, á auðum sjó. Mynd/J.L.LongAtli Steinn Arnarson í opnum færi. Mynd/J.L.LongBergur Elí Rúnarsson á flugi án þess að Hafsteinn Óli neð Arnór Róbertsson leikmenn HK fái nokkuð við ráðið. Mynd/J.L.LongÍsak Rafnsson á hraðferð. Mynd/J.L.LongÁsbjörn Friðriksson var að vanda allt í öllu í sóknarleik FH. Mynd/J.L.LongHlynur Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir FH í gær. Hér er hann við það að sleppa á milli Hjartar Inga Halldórssonar og Kristjáns Ottó Hjálmssonar. Mynd/J.L.Long
Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.