Íslendingar létu til sín taka utan vallar sem innan í MVM Dome í Búdapest í gærkvöld þegar landslið Íslands og Danmerkur mættust í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru áberandi í keppnishöllinni. Fjölmennur hópur kom beint frá Íslandi í gærdag í sólarhringsferð til að hvetja strákana okkar til dáða. Enn er einnig í borginni talsvert margir Íslendingar sem hafa fylgt liðinu eftir frá fyrsta leik. Sem endranær létu þeir vel í sér heyra allan leikinn og settu fyrir vikið sterkan svip á umgjörð viðureignarinnar en alls voru rétt liðlega 5.000 áhorfendur í höllinni.
Ljósmyndarinn Hafliði Breiðfjörð hafði auga á stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á meðan leikurinn stóð yfir. Hluti þeirra mynda sem hann náði birtast hér fyrir neðan.
Um leið er minnt á fyrri syrpur Hafliða frá EM2022: Ferðasagan, æfing í keppnishöllinni, upphitun stuðningsmanna, Ísland – Portúgal 28:24, Stórkostlegir, Ísland – Holland 29:28, Stuðningurinn, Létt á æfingu. Ísland – Ungverjaland 31:30, Stemningin í stúkunni, Ísland – Danmörk, 24:28.