- Auglýsing -
Valur komst í gærkvöld í úrslitaleik Coca Cola-bikarkeppni kvenna í handknattleik með átta marka sigri á ÍBV, 28:20, á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Valur mætir Fram í úrslitaleik keppninnar á morgun, laugardaginn, klukkan 13.30. Síðast mættust lið félaganna í úrslitum keppninnar fyrir þremur árum og þá vann Valur með þriggja marka mun, 24:21. Fram leikur nú í sjötta sinn í röð í úrslitum keppninnar.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var á Ásvöllum og fangaði leikinn í myndum sínum. Nokkrar þeirra birtast hér fyrir neðan.
Myndasyrpa Egils úr leik Selfoss og KA.
Myndasyrpa Egils úr leik FH og Vals.
Myndasyrpa Egils úr leik KA/Þórs og Fram.
- Auglýsing -