Íslenska landsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í gærkvöld með góðum sigri á Færeyingum, 33:30, í hörkuleik í Westfalenhalle í Dortmund. Þetta var annar sigur landsliðsins í sex viðureignum á mótinu og allt stefnir í að sæti 21. til 24. verði hlutskiptið þegar mótið verður gert upp.
Rífandi góð stemning var innan vallar sem utan í Westafalenhallen í gærkvöld. Áhorfendur voru 10.507 og hefur íslenska kvennalandsliðið aldrei leikið fyrir fleiri áhorfendur.
Fleiri myndasyrpur Hafliða:
Myndasyrpa: Súrt tap í Westfalenhalle
Myndir: Stund milli stríða í Dortmund
Leyndardómur landsliðsþjálfarans
Myndir: Stuðningsmenn landsliðsins í Stuttgart
Myndaveisla frá sigurleiknum á Úrúgvæ
Myndasyrpa: Serbar gengu hart fram í vörninni
Handbolti.is er svo stálheppið að hafa snillinginn Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara með í för í sjötta sinn á stórmót handboltalandsliðanna. Hafliði var eini íslenski ljósmyndarinn sem fylgdi landsliðinu eftir frá upphafi til enda á HM kvenna 2025. Að ferðalokum er við hæfi að birta síðustu myndasyrpuna frá HM með völdum myndum Hafliða frá leik Íslands og Færeyja. Hafliði verður aftur með handbolta.is á EM karla sem hefst um miðjan janúar.
-Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.


































































