- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Loksins, loksins aftur!

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Loksins, loksins aftur. Nærri þrjú ár voru liðin frá því að íslenska karlalandsliðið lék stórleik hér á landi fyrir framan áhorfendur á síðasta laugardag. Hátt í tvö þúsund manns nýtti tækifærið, var það heppna sem náði í miða á leik Íslands og Austurríkis í umspili um sæti á HM í handknattleik. Fleiri komust ekki fyrir á Ásvöllum og víst er að færri fengu miða en vildu.


Stemningin var stórkostleg og ljóst að allir voru komnir til að skemmta sér. Njóta þess í botn að mega mæta á leik hér heima á nýjan leik og styðja strákana okkar, eins og landsliðsmennirnir eru á stundum kallaðir. Ungir jafnt sem aldnir áttu góða stund og fögnuðu góðum sigri þegar upp var staðið, 34:26.


Á miðvikudagskvöld getur fólk fjölmennt á ný á Ásvelli þegar kvennalandsliðið mætir sænska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Flautað verður til leiks klukkan 19.45. Frítt verður inn á leikinn í boði Icelandair á meðan húsrúm leyfir.


Um er að ræða síðasta heimaleik kvennalandsliðsins þann næsta síðasta í keppninni. Síðasta viðureignin verður við Serba ytra á laugardaginn sem berst við íslenska liðið um þátttökurétt í lokakeppni EM. Upplagt er að mæta á Ásvelli á miðvikudaginn og hvetja íslenska kvennalandsliðið til dáða og senda því góða strauma áður en haldið verður til Serbíu í úrslitaleikinnn sem fram á fer á laugardaginn.


Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var á Ásvöllum á laugardaginn og fangaði stemninguna utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. Vonandi verður sama stemning á miðvikudagskvöldið þegar kvennalandsliðið á sviðið. Eins og áður segir hefst leikurinn klukkan 19.45 og verður frítt inn í boði Icelandair.

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -