Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður hefur gengið til liðs við pólsku meistarana. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik karla tapaði fyrir sænska landsliðinu í milliriðlakeppni heimsmeistaramótinu í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg í gær, 35:30. Þar með er vonin veik um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins fyrir lokaumferð milliriðlakeppni fjögur á morgun þegar íslenska landsliðið mætir Brasilíumönnum klukkan 17.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var á meðal þeirra 12 þúsund sem fylgdist með leiknum í Scandinavium í gærkvöld. Hafliði fylgdist með því sem fram fór á leikvellinum í gegnum linsu myndavélar sinnar. Hluti afrakstursins er að finna hér fyrir neðan.