Handknattleikssamband Íslands hélt lokahóf í hádeginu í dag þar sem veitt voru verðlaun fyrir nýliðið Íslandsmót í Olísdeildum karla og kvenna og Grill 66-deildum karla og kvenna. Hér fyrir neðan eru myndir öllum þeim sem hlutu viðurkenningu í hófinu fyrir frammistöðu sína eða tóku á móti viðurkenningum fyrir þeirra hönd.
Sunna Jónsdóttir, ÍBV, og Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, bestu varnarmenn Olísdeildanna. Mynd/HSÍ Eva Dís Sigurðardóttir, Aftureldingu, og Andri Sigmarsson Scheving, Haukum, bestu markverðir Grill66-deildanna. Mynd/HSÍ Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, og Árni Bragi Eyjólfsson, KA, markahæstu leikmenn Olísdeildanna. Mynd/HSÍ Matea Lonac, KA/Þór, og Vilius Rasimas, Selfossi, bestu markverðir Olísdeildanna. Mynd/HSÍ Jónas Elíasson t.v. var valinn besti dómari keppnistímabilsins ásamt félaga sínum Antoni Gylfa Pálssyni. Anton var fjarverandi. Jónasi til vinstri handar er Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Mynd/HSÍ. Haukar hlutu Unglingabikar HSÍ. Hörður Davíð Harðarson, tók á móti bikarnum fyrir hönd handknattleiksdeildar Hauka. Hörður er hér t.v. ásamt Guðmundi B. Ólafssyni formanni HSÍ. Mynd/HSÍ. Ída Margrét Stefánsdóttir, Val U, og Hjalti Már Hjaltason, Víkingi, bestu varnarmenn Grill66-deildanna. Mynd/HSÍ Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK, og Kristján Orri Jóhannsson, Kríu. Sara Katrín var markahæst í Grill66-deildinni, efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaðurinn. Kristján Orri var markahæstur, besti sóknarmaðurinn og besti leikmaður deildarinnar. Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór, og Blær Hinriksson, Aftureldingu, efnilegustu leikmenn Olísdeildanna. Mynd/HSÍ. Andri Snær Stefánsson, besti þjálfari ársins í Olísdeild kvenna, t.v. Aron Kristjánsson var valinn besti þjálfari ársins í Olísdeild karla. Hann var fjarverandi en Hörður Davíð Harðarson, liðsstjóri Hauka, tók við viðurkenningu Arons. Mynd/HSÍ Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór, besti leikmaður Olísdeildar kvenna, besti sóknarmaður deildarinnar og handhafi Sigríðarbikarsins. Árni Bragi Eyjólfsson, KA, sem valinn var besti leikmaður Olísdeildar karla, besti sóknarmaðurinn, handhafi Valdimarsbikarsins, markahæsti leikmaður Olísdeildar karla og handhafi háttvísisverðlauna HDSÍ (dómarar). Mynd/HSÍ Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram, og Kristján Orri Jóhannsson, bestu leikmenn Grill66-deildanna. Mynd/HSÍ Guðmundur Helgi Pálsson, Aftureldingu, besti þjálfari Grill66-deildar kvenna t.v. og Daníel Berg Grétarsson sem tók við viðurkenningu Elíasar Más Halldórssonar, þjálfara HK, sem valinn var besti þjálfari Grill66-deildar karla. Elías Már var fjarri góðu gamni. Mynd/HSÍ Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV, og Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fengu háttvísisverðlaun Handknattleiksdómarasambandsins. Mynd/HSÍ Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK, og Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum U, efnilegustu leikmenn Grill 66-deildanna. Mynd/HSÍ