Rúmur sólarhringur er þangað til íslenska landsliðið í handknattleik hefur leik á Evrópumótinu í Innsbruck í Austurríki. Fallegum bæ í Tíról í Austurríki þar sem m.a. voru haldnir eftirminnilegir Vetrarólympíuleikar fyrir 48 árum.
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Hollendingum í Ólympíuhöllinni í Innsbruck á morgun, föstudag. Flautað verður til leiks klukkan 17. Æft var í Ólympíuhöllinni í hádeginu í dag í hálfan annan tíma og lagt á ráðin fyrir leikinn við Hollendinga. Einnig ræddu leikmenn og landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, við fulltrúa þeirra fjögurra íslenskra fjölmiðla sem fylgja liðinu eftir.
Myndasyrpa: Léttleiki sveif yfir vötnum í Innsbruck
Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari, myndar fyrir handbolti.is á Evrópumótinu. Hann var að sjálfsögðu mættur í Ólympíuhöllina og fylgdist með því sem fram fór. Afrakstur þess er að hluta til að finna hér fyrir neðan. (Smellið á myndirnar til þess að sjá þær í hærri upplausn).
A-landslið kvenna – fréttasíða.
Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.
Sjá einnig: EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni