Í troðfullri Laugardalshöll í gærkvöld skemmtu sér allir, jafnt þeir yngri sem eldri, þekktir jafn sem minna þekktir, þegar íslenska landsliðið, á hátíðarstundum strákarnir okkar, hófu ferðalag sitt áleiðis að takmarkinu, lokakeppni Evrópmótsins í handknattleik 2026 með sigri á Bosníumönnum, 32:26. Enn einu sinni var vígið í Laugardalnum varið um leið. Já, það er hollt og gaman að vera saman.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari stóð vaktina fyrir handbolta.is með myndavélar sínar eins og honum einu er lagið. Fangaði hann stemninguna innan vallar en ekki síður utan vallar eins og þessi frábæra myndasyrpa hér fyrir neðan ber glöggt merki um.
(Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri).
- Auglýsing -