- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Ekki var slegið slöku við í Kalevi Spordihall

Teitur Örn Einarsson, Viggó Kristjánsson, Elliði Snær Viðarsson, Sigvaldi Guðjónsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson á æfingu í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla slógu ekki slöku við á æfingu í Kalevi Spordihall, keppnishöllinni í Tallin í Eistlandi, um miðjan daginn. Var það eina æfing landsliðsins fyrir leikinn við Eistlendinga í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á morgun. Íslenski hópurinn kom til Tallin síðdegis í gær.


Eftir 15 marka sigur á Ísraelsmönnum á Ásvöllum í fyrstu umferð undankeppninnar á miðvikudagskvöld eru vonir bundnar við að sigrinum verði fylgt eftir á morgun í Kalevi Spordihall. Line Hesseldal Hansen og Karina Christiansen frá Danmörku eiga að flauta til klukkan 16.10 og verður mögulegt að fylgjast með framvindunni á RÚV og í textalýsingu á handbolti.is.


Sautján leikmenn eru í íslenska hópnum ytra. Aron Pálmarsson, sem gat ekki verið með gegn Ísraelsmönnum, tók þátt í æfingunni í dag. Ákvörðun um þátttöku hans í leiknum mun liggja fyrir árla dags áður en tæknifundur verður haldinn. Á honum verður það upplýst hvaða 16 leikmönnum Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari teflir fram.


Eistlenska landsliðið tapaði fyrir Tékkum, 31:23, í Ostrava Poruba í Tékklandi á miðvikudagskvöld. Tékkar sækja Ísraelsmenn heim í Tel Aviv á sunnudaginn.


Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ náði á æfingunni í Kalevi Spordihall. Smella má á myndirnar til þess að sjá þær stærri.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -