- Auglýsing -

Myndir: Handboltanámskeið fyrir einstaklinga með sérþarfir

Ánægðir þátttakendur að loknu mjög vel heppnuðu námskeiði í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Mynd/Aðsend

Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja stóð í vikunni fyrir námskeiði í handboltareglum fyrir einstaklinga með sérþarfir. Námskeiðið var þátttakendum að kostnaðarlausu en Fjölmennt veitti styrk til verkefnisins.

Leiðbeinendur voru þeir Bergvin Haraldsson handknattleiksþjálfari og Sindri Ólafsson eftirlitsmaður og dómari á vegum HSÍ. Námskeiðið var í tveimur hlutum, annars vegar fór það fram á handboltaæfingu hjá Ægi íþróttafélagi fatlaðra í Vestmannaeyjum þar sem farið var yfir helstu grunnreglur í handbolta og gerðar æfingar til að auka meðvitund um reglurnar.

Seinni hlutinn fór fram á mjúkboltamóti sem haldið var með iðkendum Ægis og drengjum í 4. flokki ÍBV. Þar fengu leikmenn Ægis leiðbeiningar á meðan mótinu stóð og þótti takast vel til.

Ægir er eina íþróttafélag fatlaðra á Íslandi sem heldur úti reglulegum handboltaæfingum en æfingarnar hafa staðið síðan í haust. Langtíma markmið Ægis er að senda lið til þátttöku á mótum erlendis.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru námskeiðinu þar sem einbeiting og gleði skein úr hverju andliti. Smella má á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -