- Auglýsing -
Talsvert af Íslendingum var á leik íslenska landsliðsins og þess þýska í Lanxess Arena í Köln í gærkvöld þótt þeim hafi svo sannarlega fækkað mikið frá því sem var í München í riðlakeppninn. Íslendingarnir gerðu hvað þeir gátu að halda í við rúmlega 19 þúsund Þjóðverja sem voru í keppnishöllinni meðan leikurinn fór fram.
Sérsveitin, stuðningsmannafélag landsliðanna í handbolta, stendur ennþá vaktina og gerir áfram með glæsibrag.
Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim myndum sem Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari náði af Íslendingum í fólkshafinu í íþróttahöllinni glæsilegu í Köln í gærkvöld.
Á morgun mætir íslenska landsliðið því franska í Lanxess Arena. Flautað verður til leiks klukkan 14.30.
- Auglýsing -