Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann fyrr í dag stórsigur á Kósovó, 37:23, í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska liðið leikur síðasta leik sinn á mótinu á morgun og þá um 5. sætið við Norður-Makedóníu sem vann Finnland, 31:25. Leikurinn hefst klukkan 11 á morgun og verður mögulegt að fylgjast með honum endurgjaldslaust á ehftv.com.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá leiknum við Kósovó.
- Auglýsing -