- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: KA – Fram í KA-heimilinu

Magnús Dagur Jónatansson, KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA og Fram skildu jöfn í hörkuleik í KA-heimilinu í gærkvöld, 34:34, í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Arn­ar Snær Magnús­son jafnaði metin fyrir Fram þegar skammt var til leiksloka. Leikmenn KA fengu sókn á síðustu mínútu en tókst ekki að færa sér hana í nyt. Þeir misstu boltann frá sér en þá var tíminn orðinn of naumur fyrir leikmenn Fram til þess að gera alvarlega tilraun til þess að skora sigurmarkið.


Rúnar Kárason og Einar Rafn Eiðsson léku við hvern sinn fingur í leiknum. Sá fyrrnefndi skoraði 14 mörk í 18 skotum en sá síðarnefndi skoraði 10 mörk í 15 tilraunum og var með fimm sköpuð færi, þar af fjórar stoðsendingar. Rúnar átti fjórar stoðsendingar.

Fram og KA hafa þar með þrjú stig hvort eftir tvær umferðir. KA sækir nýliða HK heim í Kórinn á föstudaginn eftir viku í þriðju umferð Olísdeildar. Daginn áður fá Framarar nágranna sína úr Mosfellsbæ í heimsókn í Úlfarsárdal.

Rúnar skoraði 14, Einar 10 – Haukar sterkari í lokin – úrslit kvöldsins

Tölfræði HBStatz.

Leikjadagskrá Olísdeilda og staðan.

Egill Bjarni Friðjónsson sendi handbolta.is myndir frá leiknum í KA-heimilinu í gærkvöldi. Hluti þeirra birtist hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -