- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar skoraði 14, Einar 10 – Haukar sterkari í lokin – úrslit kvöldsins

Rúnar Kárason gerir sig líklegan til þess að þruma á markið í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Rúnar Kárason fór á kostum og skoraði 14 mörk í 18 skotum þegar Fram vann annað stigi í heimsókn sinni í KA-heimilið í kvöld, 34:34, í afar jöfnum og spennandi leik. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 17:17.

Einar Rafn Eiðsson kom KA yfir, 34:33, með 10. marki sínu í leiknum. Markið skoraði Einar Rafn úr vítakasti. Arn­ar Snær Magnús­son jafnaði metin fyrir Framara, 34:34. Rúnar stal boltanum af KA-mönnum á síðustu sekúndum en skot hans frá eigin vallarhelmingi var varið af Bruno Bernat markverði KA-liðsins.


Eins og áður segir var leikurinn lengst af jafn. KA komst þremur mörkum yfir um miðjan síðari hálfleik, 25:22. Framarar bitu frá sér og jöfnuðu, 28:28.

KA og Fram hafa þar með þrjú stig hvort eftir tvær umferðir.

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Þrjú mörk Stjörnunnar á 17 mínútum

Annan leikinn í röð töpuðu Stjörnumenn þræðinum þegar á viðureignina leið. Það gerðist gegn ÍBV á síðasta laugardag og á ný í kvöld í heimsókn til Hauka á Ásvelli. Tandri Már Konráðsson jafnaði fyrir Stjörnuna, 16:16, þegar 13 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir það tóku Haukar öll völd á leikvellinum og unnu öruggan átta marka sigur, 27:19. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 10:10.

Stjarnan er þar með án stiga eftir tvo leiki en Haukar eru komnir með tvö stig eftir að hafa tapað af öðru stiginu í upphafsleiknum við HK á föstudagskvöld.

Haukar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik. Stjarnan svaraði að bragði með fjórum mörkum. Nokkrum mínútum síðari skildu leiðir í stöðunni, 16:16.

Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Hann varði 15 skot, 44%.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Úrslit kvöldsins og markaskor.

KA – Fram 34:34 (17:17).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 10/2, Ott Varik 8, Dagur Árni Heimisson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Jóhann Geir Sævarsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 3, Jens Bragi Bergþórsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 8, 21,6%, Óskar Þórarinsson 0.
Mörk Fram: Rúnar Kárason 14/4, Reynir Þór Stefánsson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Arnar Snær Magnússon 3, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Marko Coric 2, Kjartan Þór Júlíusson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 5/1, 20,8% – Breki Hrafn Árnason 3/1, 16,7%.
Tölfræði HBStatz.

Haukar – Stjarnan 27:19 (10:10).
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7/1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Geir Guðmundsson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Þráinn Orri Jónsson 2.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15, 44,1%.
Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7, Þórður Tandri Ágústsson 4, Starri Friðriksson 3/2, Egill Magnússon 2, Hergeir Grímsson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 10/1, 33,3% – Sigurður Dan Óskarsson 1, 12,5%.
Tölfræði HBStatz.

Afturelding – Selfoss 37:21 (19:10).
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 6, Ihor Kopyshynskyi 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Birgir Steinn Jónsson 4, Leó Snær Pétursson 3, Þorvaldur Tryggvason 3, Jakob Aronsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 2/1, Andri Þór Helgason 2, Stefán Magni Hjartarson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 11, 50% – Jovan Kukobat 5, 33,3%.
Mörk Selfoss: Hans Jörgen Ólafsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Gunnar Kári Bragason 2, Alvaro Mallols Fernandez 2, Sæþór Atlason 2, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Jason Dagur Þórisson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Hannes Höskuldsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 6, 25% – Vilius Rasimas 5, 20,8%.
Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -