- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Líf og fjör í Vestmannaeyjum

Það verður kátt á hjalla í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Að vanda var líf og fjör í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gær þegar blásið var til leiks ÍBV og FH í annarri umferð úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það skiptust á skin og skúrir hjá leikmönnum liðanna um leið og tilfinningar áhorfendur sveifluðust einnig.

ÍBV vann leikinn eftir mikinn endasprett í lok hefðbundins leiktíma og í framlengingu, 31:29, og stendur afar vel að vígi með tvo vinninga. FH-ingar eru ennþá tómhentir og verða svo sannarlega að bíta í skjaldarrendur á heimavelli á miðvikudagskvöld til að snúa taflinu við.

Ljósmyndarinn Jói Long (J.L.Long) brá undir sig betri fætinum í gær og fór til Vestmannaeyja á leikinn. Jói sendi handbolta.is nokkrar myndir af kappinu sem fram fór innan vallar sem utan.

Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -