- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnaður viðsnúningur í Vestmannaeyjum

Rúnar Kárason skoraði níu mörk í gegn FH í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

ÍBV vann ævintýralegan sigur á FH í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 31:29, eftir framlengingu. FH er þar með komið í þrönga stöðu, án vinnings eftir tvo leiki. ÍBV er með tvo vinninga og þarf aðeins einn í viðbót til þess að binda enda á rimmuna og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Næst mætast liðin í Kaplakrika á miðvikudagskvöldið. Flautað verður til leiks klukkan 19.

Óhætt er að segja að FH-ingar hafi farið illa að ráði sínu. Þeir voru sjö mörkum yfir, 21:14, þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Virtust Hafnfirðingar á þeim tíma sigla beggja skauta byr að sigri. Enn var forskotið fimm mörk þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, 27:22. Þá fór allt í skrúfuna. Leikmenn ÍBV gengu á lagið og skoruðu fimm síðustu mörk leiksins í venjulegum leiktíma. Petar Jokanovic sá til þess að tryggja ÍBV framlenginguna með því að verja síðasta skot FH að markinu áður en 60 mínútna leiktíma var lokið, 27:27.

Einar Bragi Aðalsteinsson sækir að vörn ÍBV í fyrri hálfleik. Mynd/ J.L.Long

Jokanovic átti stórbrotinn leik, ekki síst á þeim tíma sem ÍBV var að snúa við taflinu.

ÍBV var sterkara í framlengingunni enda voru leikmenn liðsins komnir á bragðið og með dyggan stuðning á bak við sig ofan á annað.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 9, Kári Kristján Kristjánsson 6/3, Arnór Viðarsson 5, Elmar Erlingsson 3/2, Dagur Arnarsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Janus Dam Djurhuus 1, Dánjal Ragnarsson 1, Róbert Sigurðarson 1, Ísak Rafnsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 20/2, 52,6% – Pavel Miskevich 2, 15,4%.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11/5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Einar Örn Sindrason 3, Egill Magnússon 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Birgir Már Birgisson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.
Varin skot: Phil Döhler 15, 34,9% – Axel Hreinn Hilmisson 1/1, 33,3%.

Einar Örn Sindrason, FH, og Ísak Rafnsson, leikmaður ÍBV. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -