Litríkir áhorfendur á öllum aldri fylltu Laugardalshöll á sunnudaginn þegar íslenska landsliðið lék sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla og vann landslið Eistlands, 30:23. Hvert sæti var skipað í Laugardalshöllinni, ríflega 2.200 manns. Færri komust að en vildu. Uppselt var á leikinn nærri viku fyrr.
Fólk tók virkan þátt í leiknum frá upphafi til enda og allir skemmtu sér konungslega yfir góðum sigurleik með stórskemmtilegum tilþrifum leikmanna landsliðanna. Hugur marga er eflaust farinn að reika til Þýskalands í janúar á næsta ári.
Fleiri myndasyrpur Hafliða:
Myndir: Strákarnir hittu aðdáendur, fjölskyldur og vini
Myndir: Elliði Snær fer ekki alltaf troðnar slóðir
Myndasyrpa: Ísland – Eistland 30:23 – EM sæti í höfn
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var með vökul augu sín á áhorfendum, yngri sem eldri. Hér fyrir neðan er myndasyrpa af áhorfendum og vafalaust kannast margir við einhverja sem á myndunum eru. Smellið á myndirnar til þess að sjá þær í stærri.